0 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

For­seta­skipti fram­undan í Mol­dóvu

Skyldulesning

Skoðun


Maia Sandu, fyrrverandi forsætisráðherra Moldóvu, verður næsti forseti landsins. Sandu hafði betur gegn sitjandi forseta, Igor Dodon, í síðari umferð forsetakosninganna sem fram fóru í gær.

BBC segir frá því að þegar búið var að telja um 99 prósent atkvæða hafði Sandu fengið um 57 prósent atkvæða en Dodon um 43 prósent.

Hin 48 ára Sandu hefur áður starfað sem hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum og gegndi um tíma starfi forsætisráðherra Moldóvu á síðasta ári. Hún hefur barist fyrir að auka tengsl Moldóvu við Evrópusambandið.

Hinn 45 ára Dodon, sem tók við embætti forseta árið 2016, hefur hins vegar talað fyrir nánum samskiptum Moldóvu og Rússlands.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti moldóvska kjósendur til að kjósa Dodon í aðdraganda kosninganna.


Tengdar fréttir


Maia Sandu, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Moldóvu, hlaut flest atkvæði í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Innlendar Fréttir