10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Forseti La Liga virðist hafa kjaftað af sér – Mbappe og Haaland á leið til Real Madrid

Skyldulesning

Javier Tebas forseti La Liga á Spáni er eflaust ekki í neinu uppáhaldi hjá forráðamönnum Real Madrid eftir ummæli sín.

Tebas heldur því fram að bæði Kylian Mbappe og Erling Haaland gangi í raðir Real Madrid í sumar.

„Real Madrid krækir í Mbappe og Haaland í sumar. Barcelona og Juventus eru nánast gjaldþrota,“ sagði Tebas.

Javier Tebas: „El Madrid se hará con Haaland y Mbappé mientras la Juventus y el Barça se arruinan“

⚪️⚪️🆚🔴🔵https://t.co/OCyvsXo6N8

— El Primer Palo (@eselprimerpalo) February 17, 2022

Mbappe getur komið frítt frá PSG þar sem samningur hans er á enda en Haaland er með klásúlu sem gerir honum kleift að fara fyrir 64 milljónir punda frá Dortmund.

„Að fá Mbappe í La Liga er frábært, það er það besta sem getur komið fyrir deildina.“

Tebas virtist svo aðeins sjá eftir þessu og sagðist oft hafa séð leikmenn sem eru að verða samningslausir fara og átti þar við Mbappe.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir