-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

For­setinn óskaði Þóri til hamingju og bað Maríu um að koma kveðjunni á­leiðis

Skyldulesning

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskaði í gær Þóri Hergeirssyni, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, til hamingju með gullið á EM.

Þórir Hergeirsson var að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska landsliðsins en hann varð með sigrinum sigursælasti þjálfari í sögu norska kvennalandsliðsins.

Kveðjunum hefur rignt yfir Þóri; frá öllum heiminum en hann fékk meðal annars eina frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, í gær.

Þar óskaði forsetinn norska kvennalandsliðinu til hamingju og ekki síst Þóri Hergeirssyni. Sagði hann frammistöðuna frábæra.

Þórir notar ekki Twitter svo forsetinn þurfti að leita leiða til að koma skilaboðunum áleiðis. Hann ákvað því að biðja Maríu Þórisdóttur, dóttir Þóris, að koma skilaboðunum áleiðis til pabba.

María endurbirti færsluna svo á síðu sinni í gær en hún leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem og norska landsliðinu.

Innlendar Fréttir