4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Forvalsútboð vegna rannsóknaskips í næsta mánuði

Skyldulesning

Þorsteinn Sigurðsson, nýr forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir forvalsútboð vegna smíði nýs rannsóknaskips hefjast í næsta mánuði.

mbl.is/Arnþór Birkisson

Forvalsútboð vegna smíði nýs rannsóknaskips verður opnað í næsta mánuði og er gert ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun fái nýtt skip afhent 2023. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Þorstein Sigurðsson, nýjan forstjóra Hafrannsóknastofnunar, í Morgunblaðinu í dag.

Alþingi samþykkti einróma á sérstökum hátíðarfundi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni 100 ára fullveldisafmælis að smíða nýtt hafrannsóknaskip í stað Bjarna Sæmundssonar sem er 51 árs. Samþykkt var að ríkið léti 3,5 milljarða króna renna til hönnunar og smíði nýja skipsins.

„Það er gaman að segja frá því að það sé búið að senda út í gegnum Ríkiskaup beiðni um forvalsútboð sem verður opnað í næsta mánuði og út frá því verður haldið útboð með þeim sem teljast hæfir í forvalinu,“ segir Þorsteinn.

„Mikilli vinnu er lokið vegna hönnunar skipsins en það verður spennandi verkefni að taka við keflinu og fylgja því eftir. Við vonumst til að skipið verði klárt 2023,“ bætir hann við.

Bjarni Sæmundsson var smíðaður árið 1970.

mbl.is/Sisi

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir