6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Forystumaður Sósíalistaflokksins vill færa hagkerfið 40 ár aftur í tíman.

Skyldulesning

Það er furðulegt að þjóð sem vill lifa hamingju sömu lífi skuli veita Gunnari Smára Egilssyni brautagengi. Eftir hlustun á hann þá er hann ekki mark tækur í sínu tali, það var að heyra af orðum hans og skoðun, að taka beri upp tíma sem voru fyrir 40 árum síðan. Þegar sjóvarp útsendingar voru í svart hvítu sem var þá í boðið hluta úr kvöldi fyrir landann, er maðurinn klikkaður?. Jú hann vill endurvekja Samvinnuhreyfinguna,sem ekki neinn vill aftur og þeir sem þekkja vel til og hafa lifað þá tíma, vita hvernig hún fór til fjandans til.

Uppreisn gegn kvótakerfi.

Hann boðar 4 þorskastríðið með sínum áherslum, taka upp beri í formi dagróðrakerfi, sem er óhagkvæmt og vonlaust kerfi þegar kemur að hagkvæmi stærðarinnar og nýtingarrétt. Hinsvegar er kvótakerfið ekki slæmt síðan það var sett á. Slysatíðni sjómanna hefur tekið miklum framförum. Hinsvegar er reglukerfið snarruglað, ekki til framdráttar þegar frjálsframsalið tók gildi. Upphafsmaður var Steingrímur J Sigfússon fv formaður Vinstri græna. Útgerðir hafa nýtingarrétt á aflaheimildum, ekki að aflaheimildir gangi kaupum og sölum á hendur fárra útgerðar. Sjómenn taka þátt í útgerðakostnaði nýsmíði fleiru sem hægt væri að nefna.

Húsnæðismál.

Félagslega kerfið var eyðilagt í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur formanni Samfylkingar með endurtekningum á breytingum á sjálfu kerfinu, þar sem klíka manna hafði atvinnu að taka fátækt fólk niður við flutning í stærra húsnæði, þá voru vinir kerfisins mættir til að gera athugasemdir, þótt vel hafi verið gengið um viðkomandi íbúð. Félagslegir fjötrar voru lagðir niður eftir miklar athugasemdir af fv félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins Páls Péturssonar sem er látinn. Sem var rétt ákvörðun að mínu mati. Hinsvegar væri hægt að taka upp kerfi þar sem ríkið lánaði 90% af upphaflegu vermæti íbúðar, bannaði veðseltingar á íbúð á meðan greiðsla stæði og byggingar boðnar út til að lækka kostnað. Því miður hefur ekki einn flokkur haft þetta að leiðarljósi..

Gunnar Smári Egilsson tók þátt með hrunverjum.

Lifði eins og kóngur með stóran vindill ók miljóna jeppum að dýrustu gerð, keypti fyrirtæki og rak fólk, borgaði ekki laun starfsmanna sinna. Sama kvað hann tók sér fyrir hendur, flest þessi fyrirtæki fóru á höfuðið. Slíkur fjármálasnillingur hefur Íslensk þjóð ekkert við að gera. Hinsvegar eru núna allir þjófar að hans áliti og spilling að hans mati. Gunnar Smári Egilsson vill taka Hæstarétt niður og ryðja honum um leið burtu sökum valda klíku að hans mati, ef þeir fara ekki af hans stjórnun og skoðunum. Gunnar Smári Egilsson er hættulegur fulltrúi í framboði sem vill þjóðnýta eigur fólks og til þess að geta stjórnað. Við þekkjum öll slíka stjórnunarhætti öfgamanna sem er hættulegur lýðræðinu. Ég hvet alla að hugsa um sitt atkvæði þegar við göngum til kosninga. Mótmælum ofríki og skoðunum öfgamanns af verstu gerð.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir