8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Föstudagspitsa sem slær í gegn

Skyldulesning

Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson deildi með okkur nýverið hvað hann borðar á venjulegum degi. Hér deilir hann uppskrift að föstudagspitsu sem getur ekki klikkað.

Sjá einnig: Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi

„Föstudagspitsan grilluð á útigrillinu á pitsasteini hefur verið að slá í gegn. Við höfum prófað alls konar deig frá ýmsum aðilum. Deigin frá Hagkaup og Brauð & Co hafa verið vinsæl. Okkar helsta trix er að hafa þær eins þunnar og sósan og osturinn ræður við. Flest erum við pepperoni-fólk sumir vilja ananas og rjómaost en aðrir ekki. Ég er reyndar einn af þeim sem elskar sterkar pitsur og nota banana til að fá smá sætleika á móti. Okkur finnst frábært að nota parmaskinku, klettasalat og ferska hvítlauksolíu í restina og toppa pitsuna svo með umami-saltinu,“ segir Völundur.

Pitsusósa

1 dós lífrænir, niðursoðnir tómatar

1 msk. af extra virgin ólífuolíu

1 lítið hvítlauksrif

½ tsk. af þurrkuðu óregano

½ tsk. Ocean Umami salt

Skerið hvítlauksrifið í grófa bita.

Setjið svo allt saman í blandara og blandið þar til allt er maukað saman.

Þetta geymist í kæli í viku og svo er líka hægt að frysta sósuna í allt að 3 mánuði.

Innlendar Fréttir