-1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Föstudagsplaylisti Afkvæma guðanna

Skyldulesning

Tónlist

Afkvæmi guðanna hafa engu gleymt.
Afkvæmi guðanna hafa engu gleymt.

Elvar Gunnarsson og Kristján Þór Matthíasson rapparar skipa ásamt Páli Þorsteinssyni taktsmiði Afkvæmi guðanna, rappsveit sem fór mikinn um aldamótin en gaf svo út sína þriðju plötu í haust. Arnarbakki heitir gripurinn en það eru átján ár síðan önnur breiðskífa sveitarinnar, Ævisögur, kom út.

„Við erum að byrja á næstu plötu, ekkert annað á döfinni, enda ástandið eins og það er,“ sögðu meðlimirnir aðspurðir um fréttir úr þeirra herbúðum.

Lagalistinn er fjölbreyttur en þó mikilla hlýinda að gæta gegnum hann allan. Sveitin hafði fátt um hann að segja að öðru leyti en hann væri föstudagsmiðaður.

„Hvað lagaval varðar þá eru þetta lög sem við hlustum á á hefðbundnum föstudegi, ætti að endurspegla ferðalag í gegnum einn slíkan þokkalega.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Innlendar Fréttir