8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Fótboltinn er úrslitabransi

Skyldulesning

Pep Guardiola klóraði sér í hausnum yfir færanýtingu sinna manna …

Pep Guardiola klóraði sér í hausnum yfir færanýtingu sinna manna í kvöld.

AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði sínu liði eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld.

Ilkay Gündogan kom City yfir á 30. mínútu en Rúben Dias. miðvörður City, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 43. mínútu og þar við sat.

City fékk fjölda tækifæri til þess að gera út um leikinn en Sam Johnstone, markvörður WBA, átti stórleik á milli stanganna.

„Það eina sem vantaði hjá mínu liði í kvöld var að skora mörk,“ sagði Guardiola í samtali við Amazon Prime.

„Við sköpuðum okkur helling af færum og nóg til þess að vinna leikinn en við gátum ekki skorað. Það réði úrslitum í kvöld.

Í fótbolta snýst þetta oft um nokkra millímetra. Þeir féllu með okkur fyrir tveimur árum síðan en ekki núna.

Með fullri virðingu fyrir WBA þá eru þetta leikirnir sem við þurfum að vinna ef við ætlum okkur að berjast á toppnum.

Stundum tapar maður stigum en þegar að þú færð svona færi til að vinna leikinn þá er ekki ásættanlegt að sætta sig við eitt stig.

Það er ennþá mikið eftir af tímabilinu og stutt í liðin fyrir ofan okkur. Við áttum skilið að vinna í kvöld en okkur tókst það ekki.

Fótboltinn er úrslitabransi og þú ert dæmdur af þeim,“ bætti Guardiola við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir