12.2 C
Grindavik
31. júlí, 2021

Frá Barcelona til Jóa Berg í Burnley?

Skyldulesning

Martin Braithwaite sóknarmaður Barcelona og danska landsliðsins hefur fengið þau skilaboð frá félaginu að hann spili ekki eina sekúndu með Börsungum á næstu leiktíð.

Spænskir miðlar segja frá en koma Memphis Depay og Kun Aguero til félagsins hefur orðið til þess að Braithwaite er afarlega í röðinni.

West Ham, Burnley, Brighton og Norwich í ensku úrvalsdeildinni hafa öll áhuga á að kaupa Braithwaite sem hefur spilað vel á Evrópumótinu með Dönum.

Braithwaite var keyptur til Barcelona árið 2020 þegar félagið var í neyð og vantaði sóknarmann, hann er þrítugur en lék áður með Middlesbrough.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa ekkert styrkt lið sitt í sumar og gætu vel nýtt krafta Braithwaite.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir