2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Frá Chelsea til Real Madrid?

Skyldulesning

Thomas Tuchel gæti verið á leið til Spánar.

Thomas Tuchel gæti verið á leið til Spánar. AFP

Knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel gæti tekið við spænska stórliðinu Real Madrid í sumar en hann stýrir í dag Chelsea á Englandi.

Það er Mundo Deportivo sem greinir frá þessu en forráðamenn Real Madrid eru sagðir horfa til Tuchels sem framtíðarstjóra félagsins.

Hinn 62 ára gamli Carlo Ancelotti stýrir í dag Real Madrid en hann gæti látið af störfum í sumar ef liðinu tekst ekki að landa Spánarmeistaratitlinum.

Tuchel hefur verið orðaður við brottför frá Chelsea undanfarnar vikur eða allt frá því að Evrópusambandið og bresk stjórnvöld beittu félaginu hörðum refsiaðgerðum vegna tengsla Romans Abramovich, eiganda Chelsea, við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.

Tuchel, sem er 48 ára gamall, hefur stýrt Chelsea frá því í janúar 2021 en hann gerði liðið að Evrópumeisturum á síðustu leiktíð. Þá hefur Tuchel einnig verið orðað við stjórastöðuna hjá Manchester United.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir