10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Frá iðnaðarhúsnæði upp í einbýlishús

Skyldulesning

Fjölmargir hafa boðið fram húsnæði sitt til leigu hjá Fjölmenningarsetri.

Fjölmargir hafa boðið fram húsnæði sitt til leigu hjá Fjölmenningarsetri. mbl.is/Sigurður Bogi

Hátt í 150 rými standa flóttafólki til boða í gegnum úrræði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem Íslendingum gefst kostur á að bjóða fram húsnæði sitt til leigu. Húsakosturinn er misjafn að sögn Nichole Leigh Mosty, formanns Flóttamannasetursins.

„Þetta getur verið allt frá iðnaðarhúsnæði, litlum herbergjum upp í einbýlishús,“ segir hún.

Nichole Leigh Mosty, formaður Fjölmenningarseturs.

Nichole Leigh Mosty, formaður Fjölmenningarseturs. mbl.is/Golli

Þurfa að fylla út umsóknarform

Ekki er allt húsnæði samþykkt og því til marks hafa um 600 manns boðið fram húsnæði frá upphafi úrræðisins, sem sett var á fót eftir að úkraínskir flóttamenn tóku að streyma til landsins. Úrræðin eru í boði fyrir allt flóttafólk að sögn Nichole. 

Allir sem vilja bjóða fram húsnæði til leigu fyrir flóttafólk þurfa að fylla út umsóknarform og að geta þinglýst leigusamningnum. 2.042 manns hafa komið til Íslands og sótt um alþjóðlega vernd á þessu ári, þar af hefur verið tekið við 1.293 manns frá Úkraínu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir