3 C
Grindavik
7. maí, 2021

Frá keppni næsta mánuðinn

Skyldulesning

Declan Rice verður frá keppni næsta mánuðinn.

Declan Rice verður frá keppni næsta mánuðinn.

AFP

Miðjumaðurinn Declan Rice leikur ekki fótbolta næsta mánuðinn eða svo vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir með enska landsliðinu í landsleikjahléinu.

Rice leikur ekki með West Ham gegn Wolves í kvöld og er það fyrsti leikurinn sem hann missir af á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni.

Rice er ekki aðeins lykilmaður hjá West Ham heldur einnig enska landsliðinu þar sem hann spilaði tvo af þremur leikjum Englands í hléinu.

Hinn 22 ára gamli Rice hefur alls leikið 15 landsleiki og skorað eitt mark, á móti Íslandi á Wembley í nóvember á síðasta ári.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir