3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Frá Southampton til City?

Skyldulesning

Danny Ings hefur skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni á …

Danny Ings hefur skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

AFP

Danny Ings, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Southampton, er á óskalista Manchester City.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en City leitar nú að arftaka Sergios Agüeros sem verður samningslaus í sumar.

Ings, sem er 28 ára gamall, er uppalinn hjá Bournemouth en hann sló í gegn með Burnley í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15.

Hann gekk til liðs við Liverpool í júní 2015 þar sem hann náði sér aldrei almennilega á strik vegna meiðsla.

Framherjinn hefur skorað átta mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hann er samningsbundinn Southampton til sumarsins 2022.

Ings er verðmetinn á 20 milljónir punda en Southampton gæti neyðst til að selja leikmanninn í sumar þar sem hann hefur ekki viljað framlengja samning sinn á suðurströndinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir