framarar-baeta-vid-sig-framherjanum-jannik-pohl

Framarar bæta við sig framherjanum Jannik Pohl

Knattspyrnudeild Fram kynnti í dag til leiks danska framherjann Jannik Pohl sem mun leika í Bestu deildinni á komandi tímabili með liðinu.

,,Jannik er 25 ára danskur leikmaður sem er uppalinn í Álaborg þar sem hann hóf feril sinn sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hjá Álaborg vakti Jannik mikla athygli á árunum 2015 til 2018 og skrifaði hann undir samning við hollenska úrvalsdeildarliðið FC Groningen eftir tímabilið 2018. Eftir hafa farið á láni til danska félagsins AC Horsens gekk hann lokum alfarið í raðir þeirra árið 2020 þar sem hann hefur spilað síðan.“

Framarar segja það mikinn heiður og ánægjuefni Jannik hafi kosið Fram sem sinn næsta áfangastað á ferlinum. Í heildina hefur Jannik spilað 34 landsleiki fyrir yngri landslið Danmerkur.

,,Stjórn knattspyrnudeildar Fram er afar ánægð samkomulagi við Jannik Pohl og er sannfærð um hann muni reynast mikilvægur hlekkur í baráttunni í Bestu Deildinni í sumar.“


Posted

in

,

by

Tags: