-0.7 C
Grindavik
4. desember, 2021

Framhaldsskólar og fínstilling veiruvarna

Skyldulesning

Kínaveiran gerir síst skaða meðal ungs fólks. En unga fólkið, ásamt öldruðum, eru aldurshóparnir sem sem vera fyrir mestum skakkaföllum vegna sóttvarna.

Líf og starf ungmenna á aldrinum 16-24 ára hverfist um skólanám. Í skólann sækja þau menntun og félagsskap jafnaldra. Að sýna sig og sjá aðra er unglingum mikilvægari en ráðsettum. Þroski er að stórum hluta félagsleg samskipti.

Gera má ráð fyrir því að heimili unglinga séu undir hvað mestu álagi allra fjölskyldna landsins.

Á hinn bóginn er það svo að komi upp veirusmit í framhalds- eða háskóla breiðist það út eins og eldur í sinu.

Það er flókið mál að fínstilla veiruvarnir þannig þær þjóni tilgangi sínum, að vernda meira en þær skaða. Það sést best á stöðu þeirra sem landið erfa.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir