2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Framkvæmdasýslan leitar að húsnæði fyrir flóttafólk

Skyldulesning

Átt þú húsnæði sem getur hýst flóttafólk?

Átt þú húsnæði sem getur hýst flóttafólk? mbl.is/Sigurður Bogi

Framkvæmdasýslan vinnur nú að því að afla skammtímahúsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Leitað er að húsnæði sem verður heimili flóttafólks fyrstu vikurnar eftir komuna til landsins. 

Gististaðirnir þurfa að hafa fleiri en 20 herbergi og vandaða aðstöðu fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni, en hún ber nafnið Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir eftir sameiningu Framkvæmdasýslunnar og Ríkiseigna á síðasta ári.

Aðilar sem telja sig geta boðið húsnæði, sem stenst þessar kröfur, hvort sem er ókeypis eða gegn gjaldi, geta skráð eign sína hér

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir