Cesar Azpilicueta í baráttunni við Jón Dag Þorsteinsson í leik Íslands og Spánar. AFP/Javier Soriano
Samningur spænska knattspyrnumannsins Cecar Azpilicueta hjá Chelsea hefur verið framlengdur um eitt ár, þrátt fyrir refsiaðgerðir breska stjórnvalda í garð Roman Abramovich fráfarandi eiganda enska félagsins.
Félagið má ekki endursemja við leikmenn vegna refsiaðgerðanna en klásúla í samningi Azpilicueta gerði það að verkum að samningurinn hans framlengdist sjálfkrafa um eitt ár, rétt áður en Bretar beittu Abramovich refsiaðgerðum.
Er Azpilucueta því samningsbundinn Chelsea út næsta tímabil. Hinn 32 ára gamli Azpilicueta hefur verið orðaður við Barcelona í heimalandinu en hann gæti enn skipt yfir til Spánar eftir leiktíðina, þrátt fyrir framlenginguna.