4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Fred í aðal­hluterki er PSG opnaði H-riðilinn upp á gátt, 750. mark Ron­aldo og ferna Giroud

Skyldulesning

Stórleikur kvöldsins var án efa í H-riðli er PSG sótti þrjú stig á Old Trafford, 3-1. Mikið gekk á í leiknum og eitt rautt spjald fór á loft.

Neymar kom PSG yfir á sjöttu mínútu er hann skoraði úr þröngu færi en umdeilt atvik átti sér stað á 23. mínútu er Fred og Leandro Daniel Paredes lentu saman.

Fred virtist ýta höfðinu í átt að Paredes en ítalska dómaranum, Daniele Orsalo, lét gult spjald nægja við litla hrifningu PSG manna. Marcus Rashford jafnaði metin á 32. mínútu og allt jafnt í hléi.

Marquinhos skoraði svo sigurmarkið á 69. mínútu er hann skoraði eftir darraðadans í vítateig United og ekki skánaði ástandið fyrir United mínútu síðar er Fred fékk sitt annað gula spjald og það með rautt.

Neymar skoraði svo sitt annað mark í uppbótartíma eftir flott spil og eru því Man. United, PSG og Leipzig öll með níu stig í H-riðlinum fyrir lokaumerðina. Istanbul Basaksehir er með þrjú stig en í lokaumferðinni heimsækir United Leipzig og PSG fær Instabul í heimsókn.

Oliver Giroud gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Chelsea í 4-0 sigrinum á Sevilla. Bæði lið voru komin áfram fyrir leik kvöldsins en sá franski stimplaði sig heldur betur inn í kvöld.

4 – Olivier Giroud is the 2nd player to score 4 goals for @ChelseaFC in a European game after Peter Osgood (5) in a 13-0 home win over UN Kaerjeng in the Cup Winners’ Cup first round on 29 September 1971. #SEVCHE #UCL

— Gracenote Live (@GracenoteLive) December 2, 2020

Í F-riðlinum gerðu Dortmund og Lazio 1-1 jafntefli. Ciro Immobile jafnaði fyrir Lazio eftir að Raphael Guerreiro hafði komið Dortmund yfir í fyrri hálfleik. Dortmund er með tíu stig, Lazio níu og Brugge sjö fyrir lokaumferðina.

Cristiano Ronaldo skoraði sitt 750. mark á ferlinum er hann skoraði eitt marka Juventus í öruggum 3-0 sigri á Dynamo Kiev. Hin tvö mörkin skoruðu Alvaro Morata og Frederico Chiesa.

Only three players in football history have scored 750 goals for club & country:

Josef Bican (759)

Pelé (757)

Cristiano Ronaldo (750)

On the verge. pic.twitter.com/2ze5UD1sLj

— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020

Barcelona og Juventus eru bæði örugglega komin áfram úr G-riðlinum en Börsungar unnu 3-0 sigur á Ferencvaros. Martin Braithwaite, Antoine Griezmann og Ousmane Dembele úr vítaspyrnu.

Öll úrslit kvöldsins:

E-riðill:

Krasnodar – Rennes 1-0

Sevilla – Chelsea 0-4

F-riðill:

Dortmund – Lazio 1-1

Club Brugge – Zenit 3-0

G-riðill:

Ferencvaros – Barcelona 0-3

Juventus – Dynamo Kiev 3-0

H-riðill:

Istanbul Basaksehir – Leipzig 3-4

Man. United – PSG 1-3

Innlendar Fréttir