5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Frestað í ensku úrvalsdeildinni

Skyldulesning

Hópsmit greindist innan Newcastle í vikunni.

Hópsmit greindist innan Newcastle í vikunni.

AFP

Leik Aston Villa og Newcastle sem fara átti fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Villa Park í Birmingham í kvöld hefur verið frestað.

Allur leikmannahópur Newcastle var sendur í sóttkví á þriðjudaginn eftir að kórónuveirusmit greindist innan hópsins.

Fimm leikmenn liðsins hafa greinst með kórónuveiruna á stuttum tíma og var æfingasvæði félagsins lokað í vikunni.

Til stóð að það yrði opnað á nýjan leik í gær en af því varð ekki og er allur leikmannahópur liðsins enn í sóttkví.

Ný dagsetning fyrir leikinn hefur ekki verið ákveðin en bæði lið hafa byrjað tímabilið ágætlega. Aston Villa er með 15 stig í tíunda sætinu og Newcastle er með 14 stig í því þrettánda.

Innlendar Fréttir