8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Fresti för til Akureyrar vegna blæðinga

Skyldulesning

Dæmi eru um að bílar séu stórtjónaðir eftir blæðinguna.

Dæmi eru um að bílar séu stórtjónaðir eftir blæðinguna.

Vegna bikblæðinganna sem eru víða á leiðinni á milli Borgarness og Akureyrar hvetur Vegagerðin almenning til að fresta för um að minnsta kosti sólarhring ef mögulegt er og fylgjast með framvindunni á morgun og næstu daga.

Ef það er ekki mögulegt eru ökumenn hvattir til að aka varlega og eftir aðstæðum, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegagerðin hefur einnig óskað eftir því við þá sem sinna vöruflutningum og annarri umferð þungra ökutækja, að þeir geri þrennt: Lækki loftþrýsting til að minnka álag, minnki farm og létti þannig ökutækið og dreifi álaginu á vegakerfið svo sem kostur er með því að flutningur fari ekki allur fram á svipuðum tíma dags.

Vega­gerðin hyggst bæta öku­mönn­um það tjón sem hlot­ist hef­ur af blæðing­um í klæðingu á fjöl­mörg­um stöðum frá Borg­ar­nesi að Öxna­dals­heiði. Á það bæði við um þrif og tjón eft­ir at­vik­um.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir