Ritstjórn Júllans óskar eftir fréttaskotum sem birtast munu í blaðinu/vefnum. Óþarfi er að geta heimilda, fréttaskotin þurfa ekki að vera sönn, mega vera ríkulega krydduð og stútfull af frásagnargleði. Skilyrði er þó að þau fjalli um menn og málefni hér um borð, og allt skítkast verður ekki leyft. Þetta er einungis til gamans gert og til afþeyingar. Fréttaskotunum skal skilað til jullinn@jullinn.is, helst á tölvutæku formi sem gerir það að verkum að vinnsla fréttarinnar tekur mun styttri tíma en ef blaðamaður þyrfti að pikka hana inn. Einnig mun ljósmyndari blaðsins taka við fréttaskotum svo og ljósmyndum eða tillögum aðmyndefni. Verðlaun fyrir fréttaskot eru engin en tekið verður tillit til þeirra sem koma fréttum til okkar að vel verður með þá farið á síðum blaðsins,en það fer að vísu eftir gæðum fréttaskotsins. Með ósk um gott samstarf….. Ritstjórn Júllans.