Freyja innkallar páskaegg – DV

0
248

Freyja hefur hafið innköllun á Freyju páskaeggjum nr.6 úr dökku súkkulaði.

Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, hefur Freyja stöðvað sölu og hafið innköllun á Dökk Sælkera páskaegg nr.6 vegna þess að innihald vörunnar er ekki í samræmi við merkingar. Varan er ekki hættuleg til neyslu en fyrir mistök innihélt sælgætisblandan inni í egginu eina tegund hlaups sem inniheldur litarefnin karmín, lútín og Brilliant blue FCF, auk gelatíns. Gelatín og karmín eru dýraafurðir og er varan því ekki vegan eins og lofað er á umbúðum.

Neytendur sem keypt hafa vöruna, geta skilað í þá verslun sem varan var keypt. Varan er ekki talin skaðleg neytendum og aðeins þessi eina tegund sælgætis inni í henni sem er ekki vegan.

Vörumynd af þeirri tegund hlaups í egginu sem er ekki vegan.