2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Freyr hafnaði dönsku meisturunum: „Ég hafði það ekki í mér“

Skyldulesning

Freyr Alexandersson fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari hafnaði því að taka við sem aðstoðarþjálfari Midtjylland fyrr á þessu. Frá þessu segir hann í samtali við Vísir.is.

Freyr lét af störfum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í síðustu viku eftir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. Fyrr á árinu var hann í viðræðum við Midtjylland en KSÍ vildi ekki að hann tæki starfið að sér vegna verkefna landsliðsins.

Þá var enginn COVID-19 veira í Evrópu og átti að spila umspilið um laust sæti á Evrópumótinu í mars, því var frestað fram á haustið vegna veirunnar.

„Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi.

Freyr þurfti að velja á milli og valdi landsliðið. Hann er í dag orðaður við þjálfarastarfið líkt og Arnar Þór Viðarsson.

„Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér.“

Hefði Freyr tekið starfið væri hann að undirbúa leik gegn Ajax í Meistaradeildini og hefði farið á Anfield í leik gegn Liverpool.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir