7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Frítt í Strætó frá áramótum fyrir ellefu ára og yngri

Skyldulesning

Frá og með 3. janúar 2021 munu börn ellefu ára og yngri fá frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Strætó. Árskort fyrir 6-11 ára kostar í dag 9.100 kr. Almennt fargjald í Strætó hækkar um áramótin um tíu krónur og verður gjaldið 490 krónur fyrir fullorðna.

Til að byrja með, verður börnum sem eru 11 ára og yngri hleypt um borð vagnana án fargjalds. Þegar „Klapp“, nýja greiðslukerfi Strætó verður innleitt þá þurfa öll börn að vera með sérstakt kort eða app sem verður skannað um borð í vagninum.

Auglýsa á síðar hvernig hægt verður að sækja um slíka greiðslumiðla. Áætlað er að nýja greiðslukerfið verði tekið í notkun í apríl 2021.

„Við hjá Strætó teljum að þetta sé mikil þjónustubót fyrir barnafjölskyldur og hvati til þess að minnka skutl í skóla eða íþrótta- og tómstundastarf“, segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó.

Að öðru leyti mun gjaldskrá Strætó fylgja almennu verðlagi og hún hækkar að meðaltali um 2,6%

Almennt staðgreiðslufargjald hækkar til dæmis um 10 krónur og verður 490 krónur frá og með 3. janúar. Afsláttar staðgreiðslufargjald fyrir ungmenni, eldri borgara og öryrkja hækkar um 5 krónur og verður 245 krónur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir