7 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Frjálst að yfirgefa Tottenham

Skyldulesning

Dele Alli hefur ekki átt fast sæti í liði Tottenham …

Dele Alli hefur ekki átt fast sæti í liði Tottenham undir stjórn José Mourinho.

AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham munu ekki standa í vegi fyrir Dele Alli, sóknarmanni liðsins, ef hann vill yfirgefa félagið í janúar.

Alli, sem er 24 ára gamall, er samningsbundinn Tottenham til sumarsins 2024 en hann hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu.

Hann á ekki fast sæti í liðinu og hefur lítið spilað síðan José Mourinho tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham í nóvember 2019.

Alli gekk til liðs við Tottenham frá MK Dons árið 2015 en hann hefur aðeins byrjaði einn leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og þá var hann tekinn af velli í hálfleik.

Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við stórlið PSG í Frakklandi og þá hefur hann einnig verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni.

Alli á að baki 231 leik fyrir Tottenham í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 64 mörk og lagt upp önnur 56. Þá á hann að baki 37 landsleiki fyrir England.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir