4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Frost í höfuðborginni á morgun 4-9 stig

Skyldulesning

Spá síðustu daga virðist ætla að halda ef marka má Veðurstofu Íslands en síðustu daga hefur því verið spáð að hitatölur færu víða niður fyrir -10 stig og jafnvel -20 stig sums staðar. Í höfuðborginni er útlit fyrir 4-9 stiga frost á morgun.

Vindinn, sem barið hefur landsmenn undanfarna daga, á að lægja í kvöld og nótt og svo á að létta til með tilheyrandi útgeislun. Það snöggkólnar því í nótt á öllu landinu og getur hitinn farið niður í allt að -20 stig í innsveitum norðaustanlands; á Mývatnsöræfum og austur á Héraði.

Þá má einnig búast tveggja tölustafa frosti sé horft til einhverra veðurstöðva á höfuðborgarsvæðinu og nefnir veðurfræðingur Veðurstofunnar Víðidal í því samhengi. Þar ofan í getur kalt loft af Hellisheiðinni kúrt sig og kólnað enn fremur, með tilheyrandi frosti.

Veðurvefur mbl.is

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir