7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Frumsýna sérstaka treyju til heiðurs Maradona í kvöld

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Ítalska liðið, Napoli, mun spila í búningum sem eru sérstaklega hannaðir til heiðurs Diego Armando Maradona, þegar liðið mætir Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Maradona lést á dögunum 60 ára að aldri.

Maradona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli. Hann lék með liðinu á árunum 1084-1991. Á sínum tíma með Napoli lék hann 259 leiki með liðinu og skoraði í þeim 115 mörk.

Þá var Maradona hluti af báðum sigrum félagsins í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 1986-86 og 1989-90. En hann vann einnig UEFA Cup með liðinu tímabilið 1988-89.

„Fyrir ári síðan, í samstarfi við Kappa, fórum við af stað með þá hugmynd að hanna sérstaka treyju sem myndi halda í heiðri Diego Maradona, hans ást á Argentínu og sterkum tengslum leikmannsins við íbúa Napoli. Það var von okkar að Diego myndi fá að sjá treyjuna, jafnvel klæðast henni,“ segir í tilkynningu frá Napoli.

Frumsýning treyjunnar í leik kvöldsins muni verða sérstök

„Kombat treyjan sem leikmenn munu klæðast í kvöld, mun bera með sér sterkari skilaboð og tengingu en við höfuðum ímyndað okkur í upphafi þessa ferlis,“ segir í tilkynningu Napoli.

Maradona er mikils metinn í Napoli eftir farsælan feril þar. Hér er hann að fagna eftir sigur í Euro Cup árið 1989 / GettyImages

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir