6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Frysta eigur Seðlabanka Rússlands og aftengja vissa banka frá SWIFT

Skyldulesning

Ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Bretland og Kanada hafa komist að samkomulagi um að loka aðgangi tiltekinna rússneskra banka að SWIFT, greiðslukerfi sem notað er við miðlun fjármuna milli alþjóðlegra banka.

Aðgerðirnar munu gera þeim bönkum sem bannið nær til erfiðara fyrir að millifæra peninga til og frá landinu. Bannið gæti því einnig gert Rússum erfitt um vik þegar kemur að ýmsum inn- og útflutningi en Rússar reiða sig á SWIFT-greiðslukerfið við olíu- og gasútflutning.

Aðgerðin mun hafa veruleg hamlandi áhrif á alþjóðlega starfsemi bankanna en gæti sömuleiðis torveldað viðskipti vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum í Rússlandi.

Einnig stendur til að beita Seðlabanka Rússlands refsiaðgerðum og fleiri rússneskum auðjöfrum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti aðgerðirnar í kvöld.

Meðal þeirra refsiaðgerða gegn Rússlandi sem kynntar voru er að frysta eigur Seðlabanka Rússlands víða um heim. Í yfirlýsingu Ursulu von der Leyen, segir að seðlabankinn muni ekki geta stundað viðskipti eða selt eigur sínar sem hafa verið frystar. Munu aðgerðirnar koma til með að einangra hagkerfi Rússlands enn frekar frá umheiminum.

Að sögn von der Leyen mun frystingin koma í veg fyrir að Rússar noti fjármuni sem Seðlabankinn eigi í öðrum ríkjunum til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu.

Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.


Tengdar fréttir

Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir