Fullfermi en ufsinn felur sig

0
160

Blængur NK kom til hafnar í Neskaupstað með fullfermi. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Frystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupsstaðar í morgun með fullfermi eftir 27 dga veiðiferð. Fullfermið var upp á 670 tonn og afurðirnar um 500 tonn eða 21.500 kassar eins og segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. 

275 milljón króna verðmæti  Verðmæti aflans er sagt 275 milljónir króna. Um er að ræða mjög blandaðan afla, mest er af gulllaxi en síðan einnig grálúða, ufsi og fleiri tegundir. Haft er eftir Bjarna Ólafi Hjálmarssyni skipstjóra að vel hafi gengið þó ufsinn hafi ekki séð hann í miklu magni. 

„Fyrstu vikuna vorum við á Austfjarðamiðum en síðan á suður- og suðvesturmiðum. Almennt séð gekk vel að fiska og veðrið var þokkalegt allan tímann, mest norðaustanátt 13 – 18 metrar og kalt. Helsta áhyggjuefnið eftir svona túr er vöntun á ufsa. Það eru öll skip að leita að ufsa en staðreyndin er að hann hefur hvergi sést í miklu magni. Spurningin er hvar hann heldur sig. Ufsinn hefur reynst erfiður en síðan gæti hann birst fyrirvaralaust einhversstaðar,“ segir Bjarni Ólafur á vef Síldarvinnslunnar.