Eintak af fyrstu útgáfu af tímamótaverki Nikulásar Kópernikusar verður selt á uppboði í apríl. Í þessu verki sagði hann að jörðin snerist um sólin en ekki öfugt. Aðeins er vitað um 277 eintök af þessari bók. Bókin heitir „De revolutionibus orbium coelestium“ og var gefin út 1543. Hún ruddi brautina fyrir vísindamenn framtíðarinnar, þar á meðal Galileo Galilei, og var upphafið að byltingu í stjörnufræði.
Live Science segir að bókin hafi verið mjög umdeild á sínum tíma því hún hafi skapað algjörlega nýtt sólmiðjulíkan af alheiminum, þar sem sólin var miðpunktur sólkerfisins og pláneturnar voru á braut um hana. Þetta nýja líkan var algjörlega á skjön við skoðun kaþólsku kirkjunnar um að jörðin væri miðpunkturinn.
Bókin var prentuð í 500 eintökum en Vatíkanið bannaði bókina fljótt því hún gekk gegn skoðunum þess. Vitað er um 277 eintök sem enn eru til. Flest á söfnum, bókasöfnum og öðrum stofnunum. Nokkur eru í eigu einkasafnara og því er fyrirhuguð sala mjög sérstök. Árið 2008 var svipað eintak selt á uppboði fyrir 2,2 milljónir dollara.