5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Fundað um framtíðina í vikunni – Ræða hverjir eru til sölu og hverja á að kaupa

Skyldulesning

Ensk blöð segja frá því að fundað verði um framtíðina í herbúðum Manchester United í vikunni, Ole Gunnar Solskjær mun þá funda með John Murtough nýjum yfirmanni knattspyrnumála. Darren Fletcher sem er tæknilegu ráðgjafi og Matt Judege sem sér um að ræða um kaupverð og launamál verður einnig til staðar.

Ensk blöð segja að ljóst sé að Edinson Cavani fái ekki boð um framlengingu á samningi sínum, slíkt ákvæði er í samningi hans.

Cavani kom til United síðasta haust og þrátt fyrir nokkra góða spretti hefur hann ekki náð að festa sig í sessi vegna meiðsla.

Ensk blöð segja að rætt verði á fundinum um það hvort selja eigi Anthony Martial í sumar. Franski framherjinn hefur ekki átt gott tímabil.

Stærsta málið sem rætt verður er framtíð David De Gea. Solskjær þarf að taka ákvörðun hvort hann ætlar að halda sig við De Gea sem fyrsta kost eða láta Dean Henderson fá stöðuna. Ef De Gea missir stöðuna mun félagið reyna að selja hann, De Gea þénar 375 þúsund pund á viku og er launahæsti leikmaður ensku deildarinnar.

Í fréttinni segir að United muni í sumar horfa til þess að kaupa framherja, miðjumann, hægri bakvörð og miðvörð. Líklegt er að Nemanja Matic verði seldur og allar líkur eru á að Paul Pogba fari.

Erling Haaland, Declan Rice og fleiri eru orðaðir við United í fréttinni en félagið mun í vikunni teikna upp plan fyrir sumarið.

Greint var frá því um helgina að Ole Gunnar Solskjær væri að fá nýjan samning hjá United en núverandi samningur rennur út eftir rúmt ár.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir