Fundu 8 lík við landamæri Bandaríkjanna og Kanada – DV

0
148

Kanadíska lögreglan fann á föstudaginn lík átta manns í Akwesasne vatninu, sem er á svæði Mohawk Nation frumbyggjanna í Quebeck og Ontario. Þetta er nærri bandarísku landamærunum. Lögreglan segir að fólkið hafi verið að reyna að komast ólöglega til Bandaríkjanna frá Kanada.

Líkin fundust í Akwesasne þegar kanadíska strandgæslan var við leit að Casey Oakes, sem var saknað, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Um sex fullorðna og tvö börn er að ræða. Börnin voru yngri en þriggja ára og bæði með kanadískan ríkisborgararétt að sögn CNN.

Talið er að um tvær fjölskyldur hafi verið að ræða. Önnur indversk og hin rúmensk.

Lögreglan hefur komið að 48 málum frá áramótum þar sem fólk hefur reynt að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna á þessu svæði.