8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Fundu fjölda hnífa og skotvopna á heimili manns

Skyldulesning

Maður var handtekinn í Laugardaglnum á sjöunda tímanum í gærkvöld, grunaður um þjófnað, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Maðurinn heimilaði leit á heimili sínu þar sem fjöldi hnífa og skotvopna fannst.  Vopn og fíkniefni voru haldlögð af lögreglu og maðurinn vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en nóttin virðist hafa verið nokkuð erilsöm.

Lögreglu barst tilkynning um að flugeld hafi verið kastað inn um stofuglugga í Grafarvogi á tíunda tímanum í gærkvöld. Flugeldurinn sprakk á stofugólfinu en hann skildi ekki eftir sig miklar skemmdir, mestmegnis sót sem húsráðendur ætluðu að þrífa. 

Á áttunda tímanum í gærkvöld var maður handtekinn í miðbænum grunaður um líkamsárás, eignaspjöll, fjársvik, brot á lyfjalögum og vörslu fíkniefna.  Maðurinn hafði ráðist á leigubílstjóra og brotið ljós á leigubifreið hans er hann átti að greiða fyrir ferðina.  Maðurinn var handtekinn í húsi þar sem hann hafði farið inn í.  Maðurinn var í annarlegu ástandi og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Ungur maður var handtekinn í Breiðholti klukkan rétt rúmlega tíu í gærkvöldi. Hann var í annarlegu ástandi og grunaður um að reyna að stela vespu.   Maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu og reyndi að hlaupa af vettvangi og kastaði bjórflösku að lögreglumönnum.  Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þá var einnig nokkuð um innbrot í nótt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir