Fundu líkamsleifar lögreglustjóra í geymsluhúsnæði – DV

0
131

Í október á síðasta ári var tilkynnt um mikinn óþef í geymsluhúsnæði einu í Maquon í Illinois í Bandaríkjunum. Lögreglan kannaði málið og fann lík í einni geymslunni. Nýlega staðfesti lögreglan í Knox County að líkið væri af Richard R. Young, 71 árs. Kennsl voru borin á líkið með DNA-rannsókn.

Hann var áður lögreglustjóri í Maquon sem er um 200 km suðvestan við Chicago.

People segir að Marcy Oglesby, 50 ára, sé í haldi lögreglunnar vegna málsins. Hann er grunaður um að hafa myrt Young. Hann er einnig grunaður um fölsun og vörslu skotvopna án þess að hafa tilskilin leyfi til þess.