7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Fundu veiru í 31.600 ára gömlum tönnum

Skyldulesning

Fyrir um 31.600 árum misstu tveir drengir nokkrar barnatennur í Síberíu. Þær enduðu í sífrera og voru þar í góðri geymslu þar til nýlega. Rannsókn danskra vísindamanna leiddi í ljós að í tönnunum var adenoveira en hún er ansi algeng í dag og veldur sýkingum í öndunarfærum og meltingarvegi, aðallega hjá börnum.

Videnskab.dk skýrir frá þessu. Haft er eftir Sofie Holtsmark Nielsen, sem fann veiruna þegar hún vann að doktorsverkefni sínu við Kaupmannahafnarháskóla, að tvær tegundir adenoveiru hafi fundist í tönnunum. Nú sé vitað að barnasjúkdómar hafi hrjáð mannkynið fyrir rúmlega 31.000 árum.

Rannsókn leiddi í ljós að veiran hefur ekki breyst mikið síðan hún barst í drengina tvo í norðurhluta Síberíu fyrir rúmlega 31.000 árum.

Rannsóknin markar ákveðin tímamót því aldrei fyrr hafa veirur fundist í svo gömlum mannvistarleifum. Gamla metið var  þegar þýskir vísindamenn fundu lifrarbólgu B í þremur 10.500 ára gömlum beinagrindum. Niðurstaða rannsóknar þeirra var birt á síðasta ári.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir