3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Fundur með forystu

Skyldulesning

Sjálfstæðisflokksins með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur varformanni og Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var áferðarfallegur á netinu í dag.

Enginn flokkur finnst mér eiga glæsilegra forystufólk og meira traustvekjandi en þessi tvö og margt sögðu þau vel um almenn stefnumál flokksins.

Persónulega varð ég einskis vísari um þau stefnumál sem ég hef mesta áhuga fyrir um þessar mundir, afstöðu til hælisleitendamála og afstöðu til EES og ESB. Þau bíða þá betri tíma því að ég hef ekki trú á að aðrir flokkar geri neitt betra né skynsamlega heldur en Sjálfstæðisflokkurinn þegar hann tekur á þeim málum. 

Bjarni lýsti áhuga sínum á breytingum á kjördæmaskipun sem ekki voru fráhverfar mínum smekk. En það verður líklega torsótt leið að fullum jöfnuði atkvæða landsmanna í stað jöfnuðar milli flokka.

En það er óneitanlega gaman að sjá forystu flokksins snúa sér að kjósendum sem hungrar og þyrstir í  nánari samskipti og leiðsögn  við þetta glæsilega fólk   Væntanlega er sígandi sókn með forystunni í þessa átt að hefjast með þessum fundi.


Innlendar Fréttir