Furðulega löng þögn Ríkharðs í beinni vakti athygli: Hann útskýrir mál sitt – „Sleep mode og ég að reyna að endurheimta“ – DV

0
84

Ríkharð Óskar Guðnason er einn ástsælasti íþróttalýsandi landsins og hefur hann verið í fremstu röð í mörg ár. Skondin klippa af honum úr þættinum Steve dagskrá hefur vakið kátínu víða.

Ríkharð var að lýsa leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla um helgina en löng þögn Rikka í útsendingu vakti athygli.

„Þá lúrði Rikki bara þarna,“ sögðu þeir félagar Vilhjálmur Freyr og Andri Geir Gunnarsson þegar þeir spiluðu klippu af lýsingu Rikka.

Þetta er svo geggjað! “Þá lúrði Rikki þarna bara” 😀 @stevedagskra @RikkiGje pic.twitter.com/ZnrnNP6c3h

— Fannar Veturliðason (@veturlidason) May 2, 2023

Kjartan Henry Finnbogason var þá að skora glæsilegt fyrsta mark í leiknum en Ríkharð hefur útskýrt að vandræði með tölvuna hafi orsakað þessa löngu þögn.

„Þarna hafði tölvan farið á sleep mode og ég að reyna að endurheimta. Sá að það var ekki mikið um að vera og ætlaði að nýta tækifærið að endurvekja tölvuna svo ég gæti farið yfir bekk liðana. Bjóst ekki við að Simen myndi fara í skógarhlaup dauðans,“ skrifar hinn létti og litríki Ríkharð.

Þessa skemmtilegu þögn má heyra hér að ofan.

Þarna hafði tölvan farið á sleep mode og ég að reyna að endurheimta. Sá að það var ekki mikið um að vera og ætlaði að nýta tækifærið að endurvekja tölvuna svo ég gæti farið yfir bekk liðana. Bjóst ekki við að Simen myndi fara í skógarhlaup dauðans. 🥵🥵

— Rikki G (@RikkiGje) May 2, 2023