4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki

Skyldulesning

Rafræna fjölmiðlabyltingin

Ímyndarstjórnmál

Kosningar hvað …

Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Í þættinum Um land allt kemur fram að Garðmenn telja sig vita nokkurn veginn út frá lýsingum sjónarvotta og farþega sem björguðust hvar staðurinn er. Samt hefur flakið ekki fundist.

„Þetta er bara óskiljanlegt,“ segir Ásgeir.

Hér var flugbraut breska hersins á Garðskaga, 1.000 metra löng og 90 metra breið.Arnar Halldórsson

Garðskagi geymir mikla stríðssögu. Þar gerði breski herinn fyrsta flugvöll Suðurnesja og þar má enn sjá móta fyrir flugbrautinni.

Byggðasafn Garðsins er núna í útihúsunum á Garðskaga sem áður tilheyrðu búi vitavarðarins. Þar fræðir Hörður Gíslason frá Sólbakka okkur um einstakt vélasafn Guðna Ingimundarsonar frá Garðsstöðum, Guðna á trukknum, og þar er auðvitað trukkurinn hans Guðna.

Trukkurinn hans Guðna á byggðasafninu í Garði.Arnar Halldórsson

Alþýðukona fær sérstakan heiðurssess í húsinu Sjólyst. Verið er að gera upp húsið til minningar um Unu Guðmundsdóttir, sem þar bjó. Hún var kölluð Völva Suðurnesja í bókartitli um ævi hennar og talin búa yfir dulrænum hæfileikum.

Þátturinn um Garð er endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 15.05. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið úr þættinum:

Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum

Íhaldið alltaf verið sterkt í ættasamfélaginu í Garði

Bobba í Nesfiski segist vera bæði frek og nýjungagjörn

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir