8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Fylgjast með fjölda gesta í rauntíma

Skyldulesning

Sund er gæðastund fyrir krakka og aðra.

Sund er gæðastund fyrir krakka og aðra.

Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

„Við settum þetta af stað í fyrstu bylgjunni til að fólk myndi ekki koma í fýluferð. Þarna sérðu alltaf hversu margir geta komið í laugina á hverjum tíma,“ segir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði.

Nú er hægt að fylgjast í rauntíma með fjölda sundgesta í laugum Hafnarfjarðar, en fyrr á þessu ári var ný vefsíða sett í loftið. Þar getur fólk tekið stöðuna á sundlaugum bæjarins áður en haldið er af stað. 

Segir Guðbjörg að ráðstöfunin hafi mælst vel fyrir. „Ég hef sjálf nýtt mér þetta mjög mikið. Það er gott að geta fylgst með því hversu margir eru í lauginni til að vera viss um að maður komist ofan í,“ segir Guðbjörg og bætir við að hugmyndin hafi kviknað á bæjarskrifstofunni. 

„Þessi hugmynd kom frá starfsmönnum bæjarins og forstöðumanni sundlauga í Hafnarfirði. Þetta hefur heppnast alveg virkilega vel.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir