9.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Fylgjum vísindunum!

Skyldulesning

Miðvikudagur, 25. nóvember 2020

Fylgjum vísindunum!

Að segjast vera „fylgja vísindunum“ er sennilega orðin ein þreyttasta tugga seinni ára. Mætti jafnvel segja að þegar þetta er sagt þá sé verið að segja að ekki verði hlustað á neinar aðrar hliðar máls nema hina opinberu, viðteknu og yfirlýstu línu.

Sem dæmi má nefna loftslagsmál. Einhvern tímann fyrir nokkrum árum var því lýst yfir að vísindin hafi komist að niðurstöðu og að frekari umræða sé óþarfi. Flókin tölvulíkön á tilraunastigi, sem hafa aldrei spáð neinu rétt, voru talin endanleg. Ekki síðan á blómaskeiði kaþólsku kirkjunnar hefur vísindagrein verið lokað á svipaðan hátt.

Annað augljóst dæmi eru veiruvísindin. Einhvern tímann í febrúar var öllum fyrri hugmyndum um veiruvarnir hent í ruslið og ný vísindi fundin upp. Þau vísindi kalla á almenna grímunotkun fólks, lokanir á fyrirtækjum og skólum, takmarkanir á ferðalögum og stofufangelsi á heilbrigðu fólki. Hin nýju vísindi urðu hin einu sönnu vísindi og öllum tilraunum til að opna umræðu um þau mætt af hörku. Sem betur fer hafa menn samt ekki gefist upp, sjá t.d. nýlega rannsókn hérna sem meðal annars segir:

The infection fatality rate of COVID-19 can vary substantially across

different locations and this may reflect differences in population age structure and casemix of infected and deceased patients and other factors. The inferred infection fatality rates tended to be much lower than estimates made earlier in the pandemic.

Þetta rímar ágætlega við það sem blasir við þegar aldursdreifing látinna vegna COVID-19 er skoðuð. Um 90% látinna eru yfir sjötugt á öllum yfirlitum sem ég hef séð [IS|SE|US]. Undirliggjandi sjúkdómar útskýra stóran hluta dauðsfalla undir sjötugu og svo eru jafnvel aðrir þættir í spilinu, svo sem gen eða skortur á ákveðnum vítamínum. Menn hafa, þrátt fyrir allt, lært ýmislegt á gríðarlegum rannsóknum og tilraunum með lyf og meðferðir seinustu mánuði, sem betur fer!

Það er allt gott og blessað við að fylgja vísindunum en að telja þau vera útkljáð er yfirleitt ranghugsun.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir