Flestir nota eflaust hefðbundin hreingerningarefni þegar kemur að því að þrífa klósettið. En vissir þú að það er hægt að nota tómatsósu til að þrífa klósettið? Já, þú last rétt. Tómatsósa til að þrífa klósettið. Þetta kemur fram á heimasíðunni „TheCleaningMommy“ þar sem segir að tómatsósa sé góð til að fjarlægja ryðbletti og mislita bletti úr klósettinu.
Ástæðan fyrir þessu er að það er edik í tómatsósu og edik er mjög gott til hreingerninga.
Fyrir þá sem vilja prófa að nota tómatsósu til að þrífa klósettið þá er aðferðin eftirfarandi:
Helltu um 60 ml af tómatsósu í klósettið og láttu hana liggja í minnst eina klukkustund.
Notaðu síðan klósettbursta til að skrúbba klósettið vel.
Sturtaðu síðan niður, eins oft og þarf til að öll tómatsósan skolist úr.
Einnig ku vera gott að nota kóladrykki til að þrífa klósett. Þá á einfaldlega að hella úr einni dós í klósettið og láta liggja í því í eina klukkustund hið minnsta og gjarnan yfir nótt. Því næst er skrúbbað með klósettbursta og sturtað niður. Hægt er að sjá þessa aðferð í myndbandinu hér fyrir neðan.