1 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Fýluferð Neymar til Brasilíu – Eyðir 23 klukkustundum í flugvél án þess að spila

Skyldulesning

Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, fór í fýluferð til Brasilíu þar sem hann átti að spila fyrir landslið Brasilíu gegn Úrúgvæ, en gat það ekki sökum meiðsla.

Neymar hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en læknalið landsliðsins taldi að leikmaðurinn gæti spilað með landsliðinu og var hann því valinn í landsliðshóp Brasilíu.

Leikmaðurinn mun því hafa ferðast yfir 18.000 kílómetra í landsleikjahléinu og eytt yfir 23 klukkustundum í flugvél, án þess að hafa spilað mínútu fyrir Brasilíu.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain, hafði áður sagt að leikmaðurinn gæti verið frá í allt að fjórar vikur og það yrði  ómögulegt fyrir hann að geta spilað fyrir Brasilíu í þessu landsleikjahléi. Því kom það mörgum á óvart er leikmaðurinn var valinn í landsliðshóp Brasilíu.

„Við vorum vongóðir um að Neymar gæti spilað, þess vegna fengum við hann til Brasilíu,“ sagði Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska landsliðsins.

Innlendar Fréttir