0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Fyrir löngu var vitað um slæm áhrif þungaflutninga á vegina.

Skyldulesning

Svo mörg ár eru síðan síðuhafi sat við fótskör sérfróðra manna um vegi og heyrði þá lýsa áhrifum þungaflutninga á íslenska vegi, að minni rekur ekki til hvað þeir hétu. 

En þeir fullyrtu að þyngstu bílarnir stórskemmdu vegina og að áhrif hvers slíks bíls á vegina væru skaðlegri en hjá þúsundum venjulegra bíla. Þetta ylli milljarða tjóni þegar allt dæmið væri gert upp.  

Á stórum köflum væri hægt að sjé hvernig þessir níðþungu drekar þrykktu vegunum svo niður með þunga sínum, að merkja mætti það á því hvernig vegurinn gengi í öldum þar sem viðkomandi bíll væri alltaf í öldudal við að aka bylgjunni á undan sér. 

Þessir fróðu menn töldu þá tímabært að rannsaka þetta til hlítar og af alvöru og taka það með í reikninginn þegar aðrir kostir við flutninga væru skoðaðir, svo sem skipaflutningar, sem þá höfðu lotið í lægra haldi fyrir bílunum.  

Síðan yrði að gera alla flutningana upp og leita að sem réttastri lausn. Ef hún fælist í verðskrám, flutningum að hluta, eða breytingu á bílaflotanum, ætti tvímælalaust að taka hagkvæmustu lausnina, þegar búið væri reikna dæmið allt. 

Ein lausnin gæti fólgist í því að finna út áhrif mismunandi mikillar þyngdar flutningabílanna. 


Innlendar Fréttir