Fyrirliði Tottenham getur þrefaldað laun sín í Sádí Arabíu – DV

0
53

Hugo Lloris fyrirliði Tottenham er á förum frá félaginu í sumar þegar samningur hans er á enda. The Times segir að hann sé með tilboð frá Sádí Arabíu.

Lloris hefur verið í ellefu ár hjá Tottenham og virðist samstarf hans við Tottenham á enda.

Sagt er að Lloris sem er fyrrum landsliðsmarkvörður Frakklands geti þrefaldað laun sín með því að fara til Sádí.

Lloris er með 17 milljónir á viku hjá Tottenham en getur nú þrefaldað launin á lokastigum ferilsins.

Sádí Arabía er að setja allt í botn í fótboltanum eftir að Cristiano Ronaldo mætti í janúar en Lionel Messi og Sergio Busquets eru með tilboð frá liðum þar í landi núna.

Enski boltinn á 433 er í boði