5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Fyrirliðinn framlengdi í Manchester

Skyldulesning

Kevin De Bruyne verður áfram í herbúðum Manchester City næstu …

Kevin De Bruyne verður áfram í herbúðum Manchester City næstu árin.

Ljósmynd/Manchester City

Belgíski knattspyrnumaðurinn Kevin De Bruyne hefur framlengt samning sinn við Manchester City.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í morgun en samningurinn er til næstu fjögurra ára og gildir til sumarsins 2025.

De Bruyne, sem er 29 ára gamall, átti rúmlega eitt ár eftir af samningi sínum við City en hann gekk til liðs við enska félagið frá Wolfsburg fyrir 55 milljónir punda í ágúst 2015.

Miðjumaðurinn hefur verið algjör lykilmaður í liði City undanfarin ár en hann á að baki 255 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 65 mörk og lagt upp önnur 105.

Á tíma sínum í Manchester hefur hann tvívegis orðið Englandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og fjórum sinnum deildabikarmeistari.

Þá hefur hann verið fyrirliði liðsins stæstan hluta tímabilsins eftir að Vincent Kompany yfirgaf City síðasta sumar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir