Íþróttir
|
Enski boltinn
| mbl
| 19.12.2020
| 16:36
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði og með fyrirliðabandið hjá Everton sem fær Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 17:30.
https://www.mbl.is/sport/enski/2020/12/19/everton_arsenal_kl_17_30_bein_lysing/
Er um þriðja byrjunarliðsleik Gylfa í röð að ræða, en hann hefur leikið vel í síðustu tveimur leikjum gegn Chelsea og Leicester en Everton hefur fagnað sigri í báðum leikjum og skoraði Gylfi sigurmarkið gegn Chelsea.
Rúnar Alex Rúnarsson er á varamannabekknum hjá Arsenal.
Everton er í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig en Arsenal í 15. sæti með 14 stig.