1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Fyrri hluti októbermánaðar

Skyldulesning

Meðalhiti fyrri hluta októbermánaðar er +6,3 stig í Reykjavík, það er +0,3 stigum ofan við meðallag sömu daga áranna 1991 til 2020, og í meðallagi síðustu tíu ára. Hann raðast í 11. hlýjasta sæti (af 21) á öldinni. Hlýjastir voru dagarnir 15 árið 2010, meðalhiti þá 9,5 stig, en kaldastir voru þeir 2005, meðalhiti þá 3,8 stig. Á langa listanum er hitinn í 42.hlýjasta sæti (af 146). Hlýjast var 1959, meðalhiti þá +10,2 stig, en kaldast var 1981, meðalhiti -0,7 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta október +4,0 stig, -0,8 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -1,2 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Að tiltölu hefur verið hlýjast á Suðausturlandi, hiti raðast þar í 9. hlýjasta sæti á öldinni, en kaldast hefur verið á Vestfjörðum þar sem hiti raðast í 18. hlýjasta sæti (fjórðakaldasta).

Jákvæð hitavik miðað við síðustu tíu ár eru mest í Skaftafelli og við Lómagnúp, +1,0 stig, en kaldast að tiltölu hefur verið á Þverfjalli, hiti -2,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 29,8 mm og er það um 60 prósent meðalúrkomu. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 77,4 mm sem er um tvöföld meðalúrkoma.

Sólskinsstundir hafa mælst 62 í Reykjavík, 15 umfram meðallag og fleiri en í september öllum.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir