Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Danny Rose er ekki að eiga sjö dagana sæla aðeins 32 ára gamall.
Rose var síðast á mála hjá Watford 2021-2022 en hann spilaði aðeins átta deildarleiki á þeim tíma.
Rose hefur lítið sem ekkert spilað undanfarin ár og æfir nú með utandeildarliðinu York City.
Fjallað er um málið á heimasíðu Express en Rose er þó vongóður um að eitthvað félag hafi samband á næstu vikum eða mánuðum.
Rose er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham þar sem hann lék yfir 200 leiki og var hjá félaginu í 14 ár.
Rose á einnig að baki 29 landsleiki fyrir England en ferill hans hefur hrapað verulega síðan hann yfirgaf Tottenham fyrir tveimur árum.
Enski boltinn á 433 er í boði