7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Fyrrum leikmaður Leicester íhugar að láta til sín taka í MMA – „Það hefur verið draumur hans“

Skyldulesning

Fyrrum varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City, hinn 40 ára gamli Marcin Wasilewski, íhugar að reyna fyrir sér í MMA (blönduðum bardagalistum). Marcin lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrr í mánuðinum.

Marcin, spilaði með Leicester á árunum 2013-2017 en fyrir það hafði hann meðal annars leikið með Anderlecht og Lech Poznan. Hann á einnig að baki 60 A-landsleiki fyrir Pólland.

„Íþróttaferli Marcins er ekki lokið. Ég held að eitthvað MMA samband muni sannfæra hann um að berjast, það hefur verið draumur hans,“ sagði Mareusz Borek í viðtali. Hann starfar við að setja saman bardaga í MMA.

Vonir standa til að settur verði upp bardagi milli Marcin og Blazej Augustyn en sá síðarnefndi er einnig knattspyrnumaður sem hefur meðal annars spilað með skoska liðinu Hearts og enska liðinu Bolton

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir