Fyrrum leikmaður Liverpool hættur vegna hjartavandamála – DV

0
104

Lucas Leiva, fyrrum leikmaður Liverpool, er búinn að leggja skóna á hilluna 36 ára gamall.

Lucas er neyddur í að leggja skóna á hilluna en hann er að glíma við hjartavandamál og getur ekki haldið keppni áfram.

Undanfarið ár hefur Lucas spilað með Gremio í heimalandinu, Brasilíu, en hann kom þangað frá Lazio árið 2022.

Lucas spilaði með Lazio í fimm ár en hann lék með Liverpool í tíu ár og á yfir 240 deildarleiki að baki fyrir félagið á Englandi.

Fyrir utan það lék Lucas 24 landsleiki fyrir Brasilíu en hann hóf ferilinn hjá Gremio í heimalandinu.

Enski boltinn á 433 er í boði